news

Flutningur milli leikskóla

13. 01. 2020

Ef þið ætlið að sækja um flutning fyrir barnið ykkar í annan leikskóla í Hafnarfirði verðið þið að gera það fyrir 31. janúar. Sótt er um flutninginn á mínum síðum á www. hafnarfjordur.is

Foreldrar geta sótt um flutning milli leikskóla sveitarfélagsins en meginreglan er að sækja verður um flutning fyrir 1. febrúar ár hvert til að tryggja flutninginn.

Tilfærslur barna milli leikskóla eiga sér stað eftir aðstæðum í hverjum leikskóla fyrir sig en algengast er að þeir fari fram eftir sumarlokun leikskóla.

© 2016 - 2020 Karellen