Flutningur milli leikskóla

08 Jan 2018

Sækja þarf um flutning milli leikskóla í Hafnarfirði, sem tæki gildi næsta haust, fyrir 31. janúar næstkomandi. Reynt verður að koma til móts við flutningsbeiðnir en þær sem berast eftir þessa dagsetningu verða ekki í forgangi. Sótt er um flutning í gegnum íbúagáttina á heimasíðu Hafnarfjarðar.