news

Íþróttir

11. 09. 2017

Í Smáralundi fara öll börn einu sinni í viku í íþróttatíma undir handleiðslu íþróttafræðings. Hver tími er í 30 mínútur í senn.

Áhersla er lögð á að hafa tímana fjölbreytta, krefjandi og skemmtilega. Börnin læra til að mynda ýmsar æfingar sem bæta gróf- og fínhreyfingar. Þá læra þau einnig hreyfileiki sem reyna á hreyfiþroska þeirra, samhæfingu og samvinnu. Tímarnir eru byggðir upp með upphitun, aðalþætti og í lok hvers tíma er stutt slökun. Í hverjum mánuði er unnið að vissum markmiðum hjá hverjum aldurshópi með mismunandi áhersluþáttum.

Helstu markmið með tímunum er að bæta hreyfifærni barnanna, auka styrk, þol og jafnvægi. Áhersla er að börnin læri að átta sig á rými, fjarlægðum og áttum. Tímarnir eiga einnig að stuðla að andlegri vellíðan, auka leikgleði og styrkja sjálfsmynd barnanna.

Við viljum biðja ykkur kæru foreldrar að koma með íþróttaföt í leikskólann því börnin klæðast þeim í þessum tímum.

Umsjónamaður íþróttatímana er Bryndís Hanna Hreinsdóttir.

© 2016 - 2019 Karellen