news

TónMál

11. 09. 2017

TónMál er námsefni í tónlist og málörvun fyrir þriggja til fjögurra ára gömul börn. Markmið TónMáls er að efla forlestrarfærni barna í gegnum leik og tónlist. Nýlegar rannsóknir benda til þess að tónlistarþjálfun hafi marktæk áhrif á heyrnræna úrvinnslu, ekki aðeins tónlistar, heldur einnig málhljóða. Þar sem góð málhljóðagreining er undirstaða lestrarfærni og ung börn eru afar móttækileg fyrir þjálfun í gegnum tónlist, var ákveðið að þróa kennsluefni sem myndi þjálfa þriggja og fjögurra ára börn bæði í tónlist og málhljóðagreiningu og þannig byggja grunn sem myndi auðvelda lestrarnám áður en eiginlegt lestrarnám hæfist. Höfundar námsefnisins eru þær Helga Rut Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir.

TónMáls-tímar verða nú kenndir í vetur fyrir börn fædd 2013, einu sinni í viku í 12 vikur. Það er Harpa sem kennir Tónmálstímana. Viðfangsefnunum er raðað í fjóra flokka: Taktur – Fyrsta hljóð í orði – Tónvísi/tónhermifærni – Máltilfinning, málhljóð og taktur tungumálsins. Að sjálfsögðu er kennt í gegnum leik og er allt kennsluefnið í gamalli töfratösku sem er mjög spennandi og dularfull og aldrei að vita nema þar leynist líka dreki!

© 2016 - 2019 Karellen