Innskráning í Karellen
  1. Félagið heitir Foreldrafélag Smáralundar

Heimili félagsins og varnarþing er að Smárabarði 1, 220 Hafnarfirði.

Markmið félagsins er tryggja sem best velferð barna leikskólanum Smáralundi.


Leiðir til að uppfylla markmiðum skal félagið móta á aðal- eða félagsfundi.

Bókfæra skal allar ákvarðanir.

a)Efla samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks um starfsemi og aðbúnað leikskólans.

b)Standa fyrir ferðum og öðrum uppákomum fyrir börnin og foreldra/forráðamenn þeirra.

c)Leggja hagsmuni barna og foreldra lið bæði innan leikskólans og út á við.

d)Stuðla að fræðslu og fyrirlestrum fyrir foreldra barnanna sem og starfsfólk leikskólans

5. gr.

Félagið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna á Smáralundi sem greiða í foreldrafélagið.

6.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum þ.e. formanni, ritara og gjaldkera, auk 2 meðstjórnendum.

Reyna skal eftir fremsta megni að fulltrúar í stjórn komi frá öllum deildum leikskólans.

Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji 2 árí senn í stjórn.

Ef barn félagsmanns hættir á Smáralundi fellur sjálfkrafa niður aðild foreldra/forráðamanns að félaginu.

Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfund þegar þurfa þykir. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum eftir þörfum á félagsfundum.

7. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp starfsemi liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

Komi til atkvæðagreiðslu um einstök mál á aðalfundi skal einfaldur meirihlut ráða.

Kosinn er skoðunarmaður reikninga úr hópi foreldra og fer hann yfir reikninga félagsins fyrir aðalfund.

8. gr.

Aðalfund skal halda í sep – okt ár hvert. Boða skal til hans með auglýsingu með a.m.k. 14 daga fyrirvara. Tillögur að lagabreytingum skulu vera aðgengilegar fyrir félagsmenn að lesa a.m.k. í 4 daga fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

1) Skýrsla um starfsemi félagsins.

2) Reikningar félagsins.

3) Kosning til stjórnar.

4) Kosning í foreldraráð

5) Lagabreytingar

6) Ákvörðun félagsgjalda.

7) Önnur mál.

9. gr

Tillögur að lagabreytingum verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 7 dögum fyrir auglýstan aðalfund.

10. gr.

Upphæð gjalds í foreldrasjóð er ákveðið á aðalfundi og greiðist hálfsárslega. Gjaldkeri félagsins sér um innheimtu þess og vörslu. Ársgjald félagsins er 5000 kr. á ári og skal það innheimt annarsvegar 1. mars. og hinsvegar 1. okt. ár hvert.


Texta hér

© 2016 - 2023 Karellen