Deildin okkar heitir Brekka
Starfsmenn á Brekku eru: Hrefna deildarstjóri, Sara leiðbeinandi og Vijona leiðbeinandi.
Í byrjun skólaársins er "Hljóm 2" lagt fyrir. Það er skimunarpróf sem er talið hafa forspárgildi um hvaða börn geti átt í lestrarörðugleikum. Þau börn sem koma slök út úr Hljóm 2 fara í nokkra tíma hjá sérkennslustjóra. Prófið er síðan endurtekið í apríl.
Einnig eru foreldrasamtöl þar sem foreldrar fá tækifæri til að koma með sínar væntingar um skólann og starfið á deildinni. Foreldrasamtöl eru svo aftur í apríl.